Tækin okkar
Skyggnir 1
Skyggnir 1 er jeppi af gerðinni Ram 3500 Megacap. Hann er árgerð 2023.
Bíllinn er á 40" dekkjum. Á bílnum er spil með toggetu upp á 12500 pund(5670kg). Á toppi bílsins er toppgrind sem hægt er að festa ýmsa hluti við, t.d bensínbrúsa og skóflu. Á pallinum er útdraganlegur pallur sem einfaldar aðgengi að því sem á pallinum er. Bíllinn tekur 5 farþega + ökumann. Hann hefur verið í eigu sveitarinnar frá því í júlí 2023.
Skyggnir 3
Skyggnir 3 er buggy bíll af gerðinni CFMoto ZX800. Hann er árgerð 2017. Í bílnum er 3 punkta belti. Í bílnum er Garmin staðsetningartæki.
Hér geturu skoðað innan í bílinn.
Skyggnir 4
Skyggnir 4 er buggy bíll af gerðinni CFMoto ZX800. Hann er árgerð 2016. Í bílnum er 5 punkta belti. Í bílnum er Garmin staðsetningartæki.
Hér geturu skoðað innan í bílinn.
Skyggnir 2
Skyggnir 2 er jeppi af gerðinni Toyota Landcruiser 2015 árgerð. Hann er á 40" dekkjum. Á bílnum er spil með 9000 punda(4082kg) toggetu. Bíllinn tekur 5 farþega + ökumann. Hann hefur verið í eigu sveitarinnar síðan 2023.
Bíllinn inniheldur:
-8 rása Switch Pros aukarafkerfi
-Vision X vinnuljós allan hringinn
-toppgrind með bláum og gulum blikkljósum
-VHF og Tetra talstöð ásamt ferilvöktun
-Soundoff Signal sírena
-hleðslutæki á rafgeymi
-Magnetic Mic festingar fyrir talstöðvar
-blá og gul blikkljós í framstuðara og á afturhlera
Hér getur skoðað innan í bílinn.
Jón Mar
Jón Mar er slöngubátur af gerðinni Inmar 530. Við keyptum bátinn árið 2017. Hann er með 40 hestafla fjórgengis Yamaha mótor. Báturinn getur tekið 12 manns um borð.
Dróni
Dróninn er af gerðini DJI Mavic 30T.
Drónin inniheldur hitamyndavél, næturmyndavél. Hægt er að teikna upp ákveðin svæði og láta drónann fljúga sjálfan. Einnig er hægt að tengjast drónanum úr stjórnstöð aðgerða og horfa á beint myndstreymi frá honum, þannig auðveldar það aðgerðarstjórnendum að átta sig á stöðuni.
Um Skyggnir
Björgunarsveitin Skyggnir er stofnuð af nokkrum vöskum mönnum árið 1982. Formaður sveitarinnar er Kristinn Björgvinsson. Innan sveitarinnar er starfandi Unglingadeildin Tígull, en hún var endurvakin eftir langan dvala haustið 2024.
Gerast Bakhjarl
Vilt þú gerast bakhjarl Skyggnis?
Með því að skrá þig hér að neðan getur þú gerst bakhjarl Skyggnis með mánaðarlegum greiðslum sem koma upp í heimabankanum þínum.
Hafa samband
Húsnæði
Hafa samband
Björgunarsveitin Skyggnir
Iðndalur 5
190 Vogar Vatnsleysuströnd
KT: 500183-0399
VSK: 12742
Sími: 424-6616